Nokkur orð frá „menguðum sæðisgjafa“ Opið bréf frá Eiríki Þorlákssyni til Jakobs Frímanns Magnússonar

Nokkur orð frá „menguðum sæðisgjafa“

Opið bréf til Jakobs Frímanns Magnússonar:

Kæri Jakob Frímann,

Í síðari hluta júní í sumar urðu ummæli sem þú viðhafðir í útvarpsþætti til þess að vekja hörð viðbrögð, en þessi ummæli fjölluðu með sérstökum hætti um orsakir einhverfu. Fram kom yfirlýsing frá Einhverfusamtökunum vegna orða þinna og loks önnur frá þér, þar sem þú ávarpaðir Elínu Ýr Hafdísardóttur, sem hafði gagnrýnt orð þín: „Það var ekki ætlun mín að særa þig eða aðra með ummælum mínum. Ég bið þig og aðra þá forláts, sem ég hef valdið uppnámi með ábendingum um Toxic Cocktail kenninguna sem vísindakonan Barbara Demeneix og margir fleiri hafa ritað um þessi efni.“ Sjá bréfið í heild hér