Fréttir

Fréttatilkynning frá stjórn Einhverfusamtakanna vegna skólamála einhverfra barna

Neyðarástand í skólamálum einhverfra barna. Í fréttum í september var fjallað um 11 börn sem var synjað um inngöngu í Klettaskóla og var m.a. viðtal við móður einhverfs drengs. Í ljósi þess vilja Einhverfusamtökin vekja athygli á því neyðarástandi sem ríkir í skólamálum einhverfra barna. Ár eftir ár hafa verið slegin met hjá Reykjavíkurborg í að synja einhverfum börnum um skólavist í sérhæfðri einhverfudeild. Undanfarin ár hefur 30-38 einhverfum börnum verið synjað um skólavist í sérhæfðum einhverfudeildum vegna plássleysis.
Lesa fréttina Fréttatilkynning frá stjórn Einhverfusamtakanna vegna skólamála einhverfra barna
Sigrún Ósk og Margrét Oddný

Fræðslustarfið hjá Einhverfusamtökunum fer vel af stað þetta haustið

Það sem af er hausti hefur fræðsluteymi Einhverfusamtakanna farið með fræðslu inn í náms- og starfsráðgjöf HR, í Auðarskóla í Búðardal fyrir kennara og starfsfólk leikskóla og grunnskóla, í Lækjarskóla í Hafnarfirði, í Kvíslarskóla í Mosfellsbæ fyrir stuðningsfulltrúa og kennar og í MR fyrir kennara…
Lesa fréttina Fræðslustarfið hjá Einhverfusamtökunum fer vel af stað þetta haustið

Skrifstofan Einhverfusamtakanna lokuð frá 26. ágúst til og með 5. september.

Skrifstofan Einhverfusamtakanna verður lokuð frá 26. ágúst til og með 5. september. Ef þörf er á er hægt að senda póst á einhverfa@einhverfa.is eða hringja í síma 8621590 og við munum hafa samband.
Lesa fréttina Skrifstofan Einhverfusamtakanna lokuð frá 26. ágúst til og með 5. september.
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 24. ágúst

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 24. ágúst

Nú styttist í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka. Hlauparar geta sótt boli á skrifstofu Einhverfusamtakanna að Háaleitisbraut 13, 2.hæð, á miðvikudögum og föstudögum fram að hlaupi. Ef fólk kemst ekki á þeim tíma þá um að gera að hafa samband og við finnum lausn.  Hlauparar utan af landi geta fengið bo…
Lesa fréttina Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 24. ágúst
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka

Einhverfusamtökin taka þátt í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons. Hægt er að hlaupa fyrir samtökin eða heita á þá hlaupara sem hafa skráð sig í hlaupið til styrktar einhverfusamtökunum, sjá hér. Þökkum við kærlega fyrir stuðninginn. Hlauparar geta komið á skrifstofu samtakanna í ágúst og fengið gefins…
Lesa fréttina Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka

Skrifstofa Einhverfusamtakanna lokuð í júlí vegna framkvæmda við Háaleitisbraut 13.

Í júlí verða framkvæmdir á Háaleitisbraut 13 og ekki heilsusamlegt að vera í húsnæðinu á meðan þær standa yfir. Hægt verður að ná í okkur með tölvupósti: einhverfa@einhverfa.is  og í síma: 8621590.  Gleðilegt Sumar!
Lesa fréttina Skrifstofa Einhverfusamtakanna lokuð í júlí vegna framkvæmda við Háaleitisbraut 13.
Erindi Margrétar Oddnýjar Leópoldsdóttur, Mörk einhverfra - kynheilbrigði, komið á vefinn.

Erindi Margrétar Oddnýjar Leópoldsdóttur, Mörk einhverfra - kynheilbrigði, komið á vefinn.

Margrét Oddný Leópoldsdóttir flutti erindið „Mörk einhverfra - kynheilbrigði“ á vorráðstefnu Ráðgjafar- og greiningarstöðvar í maí 2024, en yfirskrift ráðstefnunnar var: „Kynheilbrigði og fjölbreyttur taugaþroski – Mætum ólíkum þörfum frá bernsku til fullorðinsára“ Fjallaði hún þar um mörk einhverfr…
Lesa fréttina Erindi Margrétar Oddnýjar Leópoldsdóttur, Mörk einhverfra - kynheilbrigði, komið á vefinn.

Greiningar og geðheilbrigðisþjónusta fyrir einhverft fólk, 18 ára og eldri.

Einhverfusamtökin boða til fundar á Háaleitisbraut 13, 4. hæð, fimmtudaginn 13. júní klukkan 13:00-15:00. Óskum við eftir þátttöku fullorðinna einhverfra. Ætlunin er að safna upplýsingum fyrir Heilbrigðisráðuneytið til að hægt sé að betrumbæta geðheilbrigðisþjónustu við einhverft fullorðið fólk.
Lesa fréttina Greiningar og geðheilbrigðisþjónusta fyrir einhverft fólk, 18 ára og eldri.

Tvö fræðsluerindi í streymi á samnorrænum fundi í Danmörku fimmtudaginn 16. maí.

Einhverfusamtökin á Norðurlöndum ásamt Eistlandi, Lettlandi og Litháen halda sinn árlega fund í Danmörku í vikunni. Á fundinum fimmtudaginn 16. maí, verða tvö fræðsluerindi í streymi. Annars vegar er það erindi um fjöltyngi,  tungumál og samskipti, og enskunotkun einhverfra og hins vegar erindi um s…
Lesa fréttina Tvö fræðsluerindi í streymi á samnorrænum fundi í Danmörku fimmtudaginn 16. maí.

Skrifstofan lokuð 16. og 17. maí vegna samnorræns fundar.

Lesa fréttina Skrifstofan lokuð 16. og 17. maí vegna samnorræns fundar.