Stuðningshópar fyrir einhverf ungmenni og fullorðna á Akureyri og nágrenni

Hópastarf fyrir ungmenni: 

Hópurinn hittist annan hvern þriðjudag yfir vetrartímann frá klukkan 17:00 - 19:00 og er fyrir ungmenni í 8. bekk og eldri. Markmiðið með hópnum er að efla virkni ungmennanna, kynna þau fyrir öðrum í svipuðum sporum og bjóða upp á tækifæri til að gera það sem jafnaldrar þeirra eru að fást við í sínum frítíma. Ungmennin verða að vera sjálbjarga og greiða sjálf fyrir það sem þau taka þátt í t.d. bíó eða kaffihús. Hópurinn er með aðstöðu í Rósenberg, Akureyri og er þátttökugjald 2.500 kr.

Hópastarf fyrir fullorðna:

Hópur fullorðina á einhverfurófi hittist einu sinni í mánuði á þriðjudögum. Staðsetning og nánari upplýsingar á facebooksíðu hópsins: Fullorðnir á einhverfurófinu - Akureyri og nágrenni.

Umsjónarmenn eru Birna Guðrún Baldursdóttir iðjuþjálfi (birnag@akmennt.is / 860-3982) og Sigríður Hreinsdóttir kennari (siggahr@akmennt.is / 845-9871)

Nánari upplýsingar um hópana veitir Sigrún Birgisdóttir í síma 897-2682 og á netfanginu einhverfa@einhverfa.is.