Hér eru upplýsingar um stofnanir er koma að málefnum einhverfra barna.
BUGL
Barna og unglingageðdeild Landspítala - háskólasjúkrahúss þjónustar börn sem eiga við geðræn vandamál að stríða. Til að komast inn hjá Bugl þarf tilvísun frá t.d. lækni, félagsþjónustu eða skólasálfræðingi. Allar nánari upplýsingar er að finna á vef deildarinnar.
www.landspitali.is/BUGL
Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins
Hlutverk Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins er að efla lífsgæði og bæta framtíð barna og unglinga með þroskaraskanir sem geta leitt til fötlunar.
www.greining.is
Námskeið Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins á facebook
Sjúkratryggingar Íslands
Sjúkratryggingar Íslands heyra undir velferðarráðuneytið og annast framkvæmd sjúkratrygginga. Jafnframt semur stofnunin um og greiðir fyrir heilbrigðisþjónustu.
Hér er séð m.a. um bleyjustyrki og endurgreiðslu ferðakostnaðar vegna greiningar og/eða meðferðar. Sjá nánar um það hér:
Bætur og styrkir
Tryggingastofnun
Hlutverk Tryggingastofnunar er að framfylgja lögum um almannatryggingar, lögum um félagslega aðstoð og lögum um málefni langveikra barna auk þess að sinna öðrum verkefnum sem stofnuninni er falið að framkvæma. Tryggingastofnun sér m.a. um greiðslu umönnunarbóta. Sjá nánar um það hér:
Bætur og styrkir
Þroska- og hegðunarstöð Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu
Þroska- og hegðunarstöð (ÞHS) veitir þjónustu vegna barna sem glíma við frávik eða aðra erfiðleika í þroska eða hegðun.