- Einhverfa
- Fræðsla
- Réttindi
- Hópastarf og tómstundir
- Ýmsar upplýsingar
- Um okkur
- Styrkja samtökin
Foreldrar einhverfra barna eiga rétt á ýmsum bótum og styrkjum.
Bifreiðagjöld
Foreldrar einhverfa barna geta átt rétt á niðurfellingu bifreiðagjalda skv. 4. grein laga nr. 39/1988.
Umsækjandi þarf ásamt Tryggingastofnun (TR) að fylla út eyðublaðið „umsókn um niðurfellingu bifreiðagjalda“ sem er að finna á vef TR: Eyðublað. Barn þarf að eiga lögheimili hjá því foreldri sem sækir um niðurfellingu.
Eyðublaðinu þarf svo að skila inn til skattstjóra.
Upplýsingar má einnig finna á vef TR: Bifreiðamál.
Bleyjustyrkur
Foreldrar einhverfra barna eiga rétt á bleyjustyrk eftir að börnin ná þriggja ára aldri skv. 4. gr. laga nr. 99/2007 og 3. og 4. grein reglugerðar nr. 1155/2013, kafla 0930 í fylgiskjali. Bleyjustyrkurinn er bundinn við það foreldri sem barnið á lögheimili hjá.
Sækja þarf um styrkinn til Sjúkratrygginga Íslands með læknisvottorði: www.sjukra.is.
Ráðgjafar hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins eða félagsráðgjafar hjá viðkomandi sveitarfélagi aðstoða foreldra yfirleitt með umsókn um bleyjustyrki.
Hægt er að kaupa bleyjur með styrk frá tveimur fyrirtækjum:
Heilbrigðisvörur (áður Logaland), Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogi, sími 512-2800
www.logaland.is
Rekstrarvörur, Réttarhálsi 2, 110 Reykjavík, sími 520-6666.
www.rv.is
Rekstrarvörur eru með Liberobleyjur og Tenableyjur (stærri stærðir). Hægt er að fá heimsendingu hjá þeim.
Boardmaker
Foreldrar geta fengið styrk (100%) til að kaupa Boardmaker hugbúnaðinn (sjá á vefsíðu A4) sem er m.a. hugsaður til þess að útbúa sjónrænt skipulag.
Í flestum tilfellum sækir Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins eða félagsráðgjafi hjá viðkomandi sveitarfélagi um þetta fyrir foreldra.
Ferðakostnaður
Þegar sjúkdómsmeðferð er ekki í boði á heimaslóðum
Þegar um langar ferðir er að ræða
Fjölskyldur geta fengið aðstoð við ferðakostnað hjá Sjúkratryggingum Íslands skv. 30. gr. laga nr. 112/2008 og reglugerð nr. 871/2004.
Eyðublöð er að finna á vef Sjúkratrygginga Íslands. Eyðublöð
Sjúkratryggingar Íslands taka þátt í kostnaði við tvær ferðir sjúklings á 12 mánaða tímabili, ef um er að ræða eftirfarandi:
Fræðslunámskeið og nauðsynlegir fundir
Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) er heimilt að endurgreiða kostnað við ferðir foreldra eða nánustu aðstandenda alvarlega fatlaðra einstaklinga og sjúklinga sem haldnir eru langvinnum og alvarlegum sjúkdómum til að sækja fræðslunámskeið eða nauðsynlega fundi sem viðurkenndir eru af SÍ. Greitt er fyrir tvær ferðir á ári.
Gisting fyrir fólk utan af landi
Fjölskyldur er búa á landsbyggðinni sem þurfa að ferðast til höfuðborgarsvæðisins með barnið í greiningu geta fengið fría gistingu á gistiheimilinu í Melgerði 7, Kópavogi.
Þroskahjálp hefur allt frá stofnun samtakanna rekið gistiheimili í Melgerði 7 í Kópavogi. Þar geta fötluð börn af landsbyggðinni dvalið með foreldrum sínum án endurgjalds, þegar barnið þarf að vera á höfuðborgarsvæðinu, t.d. vegna heimsóknar á Greiningarstöð, þjálfunar, læknisheimsókna eða annarrar meðferðar.
Á gistiheimilinu fær hver fjölskylda sér herbergi en deilir eldhúsi, baðherbergi og stofu með öðrum. Alls geta þrjár fjölskyldur dvalið á gistiheimilinu í einu. Þar er til staðar allur búnaður, sængur og sængurfatnaður.
Þau sem hafa áhuga á að panta aðstöðu á gistiheimilinu eða óska eftir nánari upplýsingum er bent á að snúa sér til Helgu Hjörleifsdóttur í síma 868-7024.
Síminn í gistiheimilinu er 554-5166.
Greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna
Foreldragreiðslur eru greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna sem þurfa að leggja niður störf vegna veikinda eða fötlunar barna sinna eða geta hvorki stundað nám né verið á vinnumarkaði vegna veikinda eða fötlunar barna sinna. Um sameiginlegan rétt foreldra er að ræða.
Foreldragreiðslur eru veittar skv. lögum um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna nr. 22/2006.
Sótt er um foreldragreiðslur rafrænt á mínum síðum - tr.is
Um er að ræða þrjár tegundir greiðslna:
Greiðslur sem fara með foreldragreiðslum:
Greiðslur sem ekki fara saman með foreldragreiðslum:
Nánari upplýsingar er að finna á vef TR: Foreldragreiðslur
Umönnunarbætur
Foreldrar einhverfra barna geta átt rétt á umönnunargreiðslum frá Tryggingastofnun, sjá nánar á vef þeirra: tr.is
Í flestum tilfellum aðstoða ráðgjafar hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins eða félagsráðgjafar hjá viðkomandi sveitarfélagi foreldra við að sækja um umönnunarbætur.
Hvernig er sótt um umönnunargreiðslur?
Sótt er um umönnunargreiðslur rafrænt á mínum síðum – tr.is
Umönnunargreiðslur fara saman með greiðslum úr fæðingarorlofssjóði.
Umsóknarferli og afgreiðslutími
Afgreiðslutími umönnunargreiðslna er miðaður við sex vikur eftir að öll gögn hafa borist.
Gögn sem þurfa að hafa borist Tryggingastofnun:
Hverjir fá aðstoð?
Tryggingastofnun lætur gera umönnunarmat til að meta hvort viðkomandi eigi rétt á umönnunargreiðslum.
Mat Tryggingastofnunar byggist á:
Umönnunarmat er gert til að ákveða hvort skilyrði til aðstoðar séu uppfyllt. Niðurstaða umönnunarmats getur verið með tvennum hætti:
Umönnunarflokkar og upphæðir.
Upplýsingar um flokka og upphæðir ummönnunargreiðslna er að finna á vef TR: Hve mikil er aðstoðin?
Umönnunarkort
Útgáfu umönnunarkorta hefur verið hætt hjá Tryggingastofnun þar sem heilsugæslustöðvar og apótek hafa nú aðgang að tilteknum upplýsingum varðandi einstaklinga í Réttindagátt Sjúkratrygginga Íslands. Á Mínum síðum á tr.is geta viðskiptavinir eftir sem áður prentað út staðfestingu á umönnunarmati og umönnunarkort. Íslykill og/eða rafræn skilríki veita aðgang. Hægt er að óska eftir staðfestingu á umönnunarmati með því að senda póst á tr@tr.is
Sundkort fatlaðra er gefið út af Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu fyrir íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur (ÍTR). Gegn framvísun kortsins er frítt í sund í Reykjavík og í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Sundlaugar í Kópavogi og Hafnarfirði taka það einnig gilt og veita handhafa kortsins frítt í sund. Til að fá sundkort fatlaðra þarf að fara til Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu, Hátúni 12, og sýna staðfestingarblað frá TR um að einstaklingurinn fái umönnunargreiðslur.
Hægt er að kaupa tvennskonar gerðir sundkorta fatlaðra. Annars vegar er það kort einstaklings sem kostar 1.500.- kr. (fyrir árið 2016) og hins vegar kort sem gildir fyrir einstakling og hjálparmann sem kostar 2.500.- kr. Kortið gildir almanaksárið þ.e.a.s. frá 1. janúar til 31. desember.
Mörg sveitarfélög gefa barni ásamt fylgdarmanni frítt í sund gegn framvísun umönnunarkorts. Gott er að kynna sér málið hjá viðeigandi sveitarfélagi eða sundstað.
Barn með umönnunarkort fær frítt í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn ásamt einum fylgdarmanni.
Börn með umönnunarkort fá frítt í Bláfjöll.
Endilega ef þið hafið ábendingar um fleiri staði sem veita afslátt gegn framvísun umönnunarkorts látið okkur þá vita: einhverfa@einhverfa.is