Hér er að finna yfirlit yfir helstu þjálfunarleiðirnar sem notaðar eru með einhverfum börnum.
Flest börn fá annaðhvort atferlisþjálfun eða þjálfun eftir skipulagðri kennslu (TEACCH). Þar að auki eru ýmsar leiðir mögulegar til að aðstoða einhverf börn.
Atferlisþjálfun (Hagnýt atferlisgreining)
Skipulögð kennsla (TEACCH)
PECS - Myndrænt boðskiptakerfi
Skref fyrir skref - margmiðlunarkennsluefni fyrir foreldra og fagfólk
CAT kassinn
Tákn með tali
Vinir Zippýs
RPM - Rapid Prompting Method
Snemmtæk íhlutun er það kallað þegar reynt er á markvissan hátt að hafa áhrif á þroskaframvindu barna með frávik í þroska eins snemma og unnt er á lífsleiðinni. Tímabilið frá fæðingu til 6 ára aldurs er það tímabil í lífi barna sem snemmtæk íhlutun er yfirleitt miðuð við. Aðaláherslan er lögð á að íhlutunin hefjist sem fyrst eftir að frávik í þroska greinist. Þegar um einhverfu er að ræða er algengt að þetta sé á leikskólaárum barnsins og hefst þjálfun þar.
Snemmtæk íhlutun beinist aðallega að vitsmunaþroska, hreyfiþroska, félagslegum stuðningi við fjölskyldu og læknisfræðilegum þáttum.
Mikilvægt er að byrja snemmtæka íhlutun eins fljótt og auðið er, og er það yfirleitt gert með atferlisþjálfun eða skipulagðri kennslu.
Hér er að finna yfirlit yfir ýmis námskeið sem henta einhverfum börnum.
PEERS félagsfærni. PEERS er námskeið í félagsfærni fyrir börn, unglinga og ungmenni. Heimasíða:
http://felagsfaerni.is
Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkissins og Bugl bjóða einnig upp á Peers námskeið fyrir þá sem hafa verið í þjónustu hjá þeim.
Námskeið hjá Heilsugæslunni: Klókir litlir krakkar - Námskeið fyrir foreldra barna 3 – 6 ára með fyrstu einkenni kvíða.
Klókir krakkar - Námskeið ætlað börnum 8–12 ára með hamlandi kvíða og foreldrum þeirra.
Vinasmiðjan er námskeið fyrir börn sem greinst hafa á einhverfurófi. Markmiðið er að efla félagslega færni barnanna og er áhersla lögð á jákvæð samskipti við aðra.