Tómstundir

Ýmsar tómstundir

Fjörður Íþróttafélag www.fjordursport.is 
Íþróttafélag fatlaðra í Hafnarfirði. Íþróttagreinar: Sund og Boccia.
 
Hestamannafélagið Hörður www.hordur.is
Reiðtímar fyrir fatlaða.
 
Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík www.ifr.is
Öflugt íþróttastarf fer fram á vegum félagsins. Íþróttagreinar: Boccia, bogfimi, borðtennis, frjálsar írþóttir, íþróttaskóli ÍFR, knattspyrna, lyftingar og sund.
 
Íþróttafélagið Ösp www.ospin.is
Íþróttafélagið Ösp er opið öllum, sem hafa áhuga á íþróttum, sem æfðar eru hjá félaginu:  Skautar, sund, keila, frjálsar íþróttir, boccia, fótbolti, lyftingar, þrekþjálfun, nútíma fimleikar og áhaldafimleikar í samstarfi við Gerplu.
 
Litli Íþróttaskólinn www.litliithrottaskolinn.is
Litli íþróttaskólinn er fyrir börn á aldrinum 17 mánaða til 3 ára þar sem börn og aðstandendur eru saman í hreyfistund á forsendum barnsins.
 
Drekarnir (Bláu drekarnir) eru 8-14 ára og fá sitt pláss og sitt svæði eins og alvöru drekar. Þessir hópar eru sérstaklega fyrir krakka á einhverfurófi og er unnið með líkamsvitund, samskipti, skynjun og svo auðvitað Taekwondo tækni. Hámarksfjöldi er 10 í hóp og 2-3 kennarar. 
 
Haukar Íþróttasamband fatlaðra í samstarfi við Hauka (Haukar körfubolti) hafa sett á fót æfingar fyrir 6-12 ára börn með þroskahömlun. Æft verður á sunnudögum í vetur frá kl. 10 -11 í nýja körfuboltahúsinu á Ásvöllum, Ólafssal. 
 
Nexus Noobs er hópastarf ætlað ungmennum á aldrinum 12 til 20 ára sem hafa áhuga á að kynnast félögum með svipuð áhugamál ásamt starfsemi og félagsstarfi hjá Nexus.
Í Nexus Noobs gefst þeim tækifæri til þess að fræðast um ólík viðfangsefni eins og öllu sem viðkemur teiknimyndasögum, vísindaskáldskap og ævintýrasögum. Þátttakendur fá kennslu á ýmsum borðspilum, herkænskuleikjum og hlutverkaspilum svo eitthvað sé nefnt.
 
Skema stendur fyrir fjölbreyttum tækninámskeiðum og vinnur auk þess að því markmiði að kennsla í forritun verði í boði í grunn- og framhaldsskólum landsins.
Skema notar aðferðafræði sem er studd af rannsóknum á sviði sálfræði, kennslufræði og tölvunarfræði. Undirstöðuatriði aðferðafræðinnar byggja á jákvæðni, myndrænni framsetningu og notkun á þrívíðum forritunarumhverfum til að stíga fyrstu skrefin inn í heim tækninnar.
 
Tónstofa Valgerðar www.tonstofan.is
Í Tónstofunni fer fram tónlistarkennsla fyrir nemendur sem vegna fatlana og eða sjúkdóma þurfa sérstakan stuðning. Tónstofan er eini tónlistarskólinn á landinu þar sem þessir einstaklingar njóta forgangs. Framvinda og markmið kennslunnar sem og kennsluaðferðirnar taka mið af forsendum, þörfum og óskum hvers einstaks nemanda. Nemandi í Tónstofunni getur lagt stund á hefðbundið tónlistarnám. Hann getur einnig notið fjölþættrar tónlistarkennslu og þjálfunar sem beinist að því að efla tónnæmi hans og tónlistarfærni, bæta líðan hans og veita sköpunarþörfinni útrás.