Spjaldtölvur og snjallsímar

Hægt er að fá ýmis forrit sem hjálpa einhverfum. Þau keyra á iPad, iPhone og öðrum snjallsímum og spjaldtölvum. 

Á vef TMF Tölvumiðstöðvar er að finna mikið af upplýsingum um tölvur og tól, forrit og leiki: www.tmf.is 

Á heimasíðunni Appy autism er að finna smáforrit fyrir öll helstu stýrikerfin.

Slóðir á nokkur smáforrit:

Lærum og leikum með hljóðin og Orðagull eru smáforrit hönnuð af talmeinafræðingum.

PECS - Myndrænt boðskiptakerfi fyrir iPad

COUGHDROP er tjáskiptaforrit. Hægt að nota í snjallsímum, spjaldtölvum og sem Windows desktop app meðal annars. Hægt að setja inn íslensk orð.

Smáforrit fyrir sjónrænt skipulag, First Then Visual Schedule fyrir iPhone, iPad.

Tímavaki fyrir Android, iPhone, iPad og Desktop App (Mac or Windows) 

Clear Fear er smáforrit sem hjálpar notanda að takast á við kvíða: iPhone, iPad og fyrir Android.

Calm Harm er smáforrit sem hjálpar notanda að takast á við sjálfskaðandi hegðun: iPhone, iPad og Android.

Félagsfærnisögur, Let's be Social PRO: Social Skills Development fyrir iPad

Autism Apps frá By Touch Autism sem er smáforrit með upplýsingum um ýmis forrit sem henta einhverfum.

Bitsboard Flashcards & Games og Bitsboard Flashcards PRO eru kennsluforrit frá fyrirtækinu GrasshopperApps.com sem getur hjálpað til við kennslu á margvíslegan hátt. Til dæmis má nota það til að kenna orð, hugtök, stafi, tölustafi og búa til leiki um það sem barnið er að læra. Forritið er með stóran gagnagrunn af námsefni, á ensku, íslensku og mörgum öðrum tungumálum. Haldin eru námskeið hjá TMF í notkun Bitsboard Flachcards Pro.

Í Facebook hópnum Spjaldtölvur í námi og kennslu eru oft gagnlegar upplýsingar um ný smáforrit.