Þjónusta og stuðningur
Áherslur í þjónustu skulu ná til þeirra þátta sem skipta máli fyrir börn á einhverfurófi. Taka skal mið af hverju barni fyrir sig og fjölskyldu þess.
Þjónustan þarf að fela í sér:
- Áætlun og úrræði er varða barnið og fjölskyldu þess
- Ráðgjöf fyrir heimili og skóla.
- Sjónrænt skipulag
Brýnt er að þjónusta fyrir börn á einhverfurófi byggi á þekkingu og aðferðum sem sýnt hafa árangur. Sem dæmi má nefna; atferlisþjálfun og skipulagða kennslu (TEACCH), og fræðslu og þekkingu úr reynsluheim einhverfra sjálfra. Markmiðið ætti alltaf að vera að hafa jákvæð og styrkjandi áhrif á barnið sjálft og auka getu fjölskyldu þess til að efla og tryggja sömu lífsgæði og þykja sjálfsögð öðrum. Hafa ber í huga að þessi hópur er mjög fjölbreyttur og úrræði þurfa að taka mið af hverju barni fyrir sig og fjölskyldu þess. Samtök og hópar fullorðna á einhverfurófi gegna mikilvægu hlutverki fyrir fólk á einhverfurófi. Einnig eru starfandi öflug foreldrasamtök og stuðningshópar fyrir foreldra og aðra aðstandendur.
Starfsfólk Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins sér um að setja upp persónubundna áætlun fyrir börn sem fá þar staðfestingu á einhverfu sem miðast við barnið og þarfir þess.
Upplýsingar um réttindi einhverfra barna í skólakerfinu má finna hér:
Réttindi í skólakerfinu
Ýmiss konar aðstoð/úrræði og styrkir eru í boði fyrir einhverf börn og foreldra þeirra. Upplýsingar um það má finna hér á síðunni:
Réttindi í skólakerfinu - Bætur og styrkir - Stuðningur