Er þetta einhverfa?

Hvað á að gera ef líkur eru á einhverfu

Ung börn:
Best er að leita til ungbarnaeftirlits, læknis eða barnalæknis ef foreldrar hafa áhyggjur af þroska ungbarns. 

Leikskólabörn:
Þegar börn eru á leikskóla er best að setja sig í samband við leikskólann og biðja um aðstoð þar. Leikskólinn getur farið fram á að barnið sé skoðað nánar. Einnig er hægt að setja sig í samband við heimilislækni eða barnalækni. 

Grunnskólabörn:
Fyrir grunnskólabörn er best haft samband við skóla barnsins, kennara, skólastjóra eða hjúkrunarfræðing. Einnig er hægt að leita til heimilis- eða barnalæknis eða sjálfstætt starfandi sálfræðinga.  

Ungmenni og fullorðnir:
Ef viðkomandi einstaklingur er í þjónustu Barna- og unglingageðdeildar eða Geðdeildar Landspítalans þá er hægt að óska eftir greiningu þar.  Annars er hægt að fá greiningu hjá sjálfstætt starfandi sérfræðingum. Nánari upplýsingar veitir skrifstofa Einhverfusamtakanna.
 

Í reglugerð 584/2010 segir: „Foreldrar nemenda í leik- og grunnskóla geta óskað eftir athugun, greiningu og ráðgjöf fyrir börn sín. Auk þess geta skólastjórnendur, kennarar, náms- og starfsráðgjafar, eða eftir atvikum annað starfsfólk skólans eða skólaheilsugæslu, lagt fram ósk um slíka sérfræðiaðstoð í samráði við og með samþykki foreldra. Beina skal beiðnum til skólastjóra.“

Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu Ráðgjafar- og greiningarstöðvar ríkisins: http://www.greining.is/is/fagsvid/vidmid-fyrir-tilvisanir-og-ihlutun/hvert-a-ad-leita-ef-grunur-vaknar-um-fravik-i-throska

Upplýsingar má einnig finna á vefsíðu Heilsugæslunnar - Geðheilsumiðstöð barna: https://www.heilsugaeslan.is/gedheilsa/gedheilsumidstod-barna/