Ýmis gagnleg ráð

Þar sem einhverfir, foreldrar og aðstandendur einhverfra barna hittast koma oft í ljós ýmis ráð sem deilt er á milli. Hér er þeim safnað saman. 

Ef þú hefur eitthvað sniðugt ráð sem þú vilt deila með öðrum endilega hafðu samband.

 • Ferðalög - Leifsstöð: Hægt er að fá að fara fram fyrir röð í öryggisleitinni á Leifsstöð ef vottorði er framvísað eða ef fötlun er sýnileg. Það þarf að láta vita með 48 klst. fyrirvara og láta svo fita af sér þegar komið er á flugvöllinn. Sjá leiðbeiningar á slóðinni hér https://www.isavia.is/keflavikurflugvollur/thjonusta-og-adstada/adstod-a-flugvellinum
  Sólblómabandið: Farþegar með ósýnlega fötlun geta fengið sólblómaband til að bera um hálsinn á ferð sinni um flugstöðina. Starfsfólk flugstöðvarinnar er upplýst um að farþegar sem bera bandið gætu þurft viðbótartíma, aukna þolinmæði, skilning og tillitssemi. Böndin veita þó ekki forgang í biðraðir. Hægt er að nálgast böndin á innritunarborðum afgreiðsluaðila í brottfararsal flugstöðvarinnar og á upplýsingaborði í komusal. Ekki er hægt, né þörf á, að panta sólblómabandið fyrir komu á flugvöllinn.
 • Skemmtigarðar erlendis: Ef meðferðis er læknisvottorð þar sem fram kemur að barnið/einstaklingur sé á einhverfurófi og eigi erfitt með að bíða í röð, þá er oft hægt að fá sér passa inn í garðinn sem veitir aðgang að styttri röðum.
 • Í mikilli birtu: Gott að muna eftir sólgleraugum í sól og sérstaklega þegar er snjór líka, því áreitið er svo mikið þegar sólin endurkastast frá snjónum í augun. Derhúfa getur hjálpað eitthvað ef einstaklingurinn vill ekki ganga með sólgleraugu.
 • Bíóferðir: Hafa barnið með heyrnahlífar ef það er viðkvæmt fyrir hávaða. 
 • Sturtu/baðferðir: Í Rúmfatalagernum hefur verið hægt að kaupa nokkurskonar skyggni sem sett er á höfuðið sem varnar því að vatn fer í augun og eyrun.
 • Til að muna: Vertu alltaf með blað og blýant á þér. Þú veist aldrei hvenær þú færð gagnlegar upplýsingar og þú munt alveg pottþétt ekki muna það allt þegar þú þarft á því að halda. 
 • Að bíða: Ef barnið á erfitt með að bíða prufaðu að gefa því tímaramma, t.d. mamma ætlar að klára að horfa á þessa frétt og svo skal ég tala við þig - Pabbi er upptekinn og getur hjálpað þér þegar stóri vísirinn er kominn beint upp. Svo er gott að nota niðurteljara. Sumir nota eggjaklukkur aðrir tímavaka (klukka sem telur niður með rauðum fleti). 
 • Veislur - t.d. um jól: Taka með mat sem barnið borðar, athuga hvort hægt sé að fá aðgang að rólegu herbergi, taka með iPad, bækur eða annað sem vekur ánægju.  Þetta á að vera ánægjustund fyrir alla.
 • Upplýsingabæklingur um skynerfiðleika fólks á einhverfurófinu í jólaboðum saminn af Ásdísi Bergþórsdóttur sálfræðingi.   

Myndrænt skipulag.

Á heimasíðunni krossgatan.is er að finna myndir fyrir myndrænt skipulag og félagsfærnisögur eins og myndir fyrir helstu lögboðna frídaga, athafnir og tilfinningar.

Á heimasíðu TMF Tölvumiðstöðvarinnar er að finna lista yfir ókeypis myndabanka á netinu.

Á heimasíðunni Orðaleikur er að finna myndabanka og ýmislegt efni sem getur gagnast við gerð sjónræns skipulags.

Félagsfærnisögur.

Stuttar leiðbeiningar teknar saman af Ásdísi Bergþórsdóttur, sálfræðingi. 

Rafrænn bæklingur: Félagshæfnisögur eftir Bryndísi Sumarliðadóttur

Hvað fæst hvar?

Peltor heyrnarhlífar fyrir börn er hægt að kaupa víða, meðal annars hjá: A4BykoDynjanda og Kemi

Heyrnarhlífar fyrir fullorðna eru til í miklu úrvali og í mörgum verðflokkum. Einnig er hægt að kaupa heyrnartól sem draga úr umhverfishljóðum (noise cancelling). Þau fást meðal annars hjá Origo og Elko.

ABC Skólavörur eru einnig með heyrnarhlífar, sessur og ýmsar vörur tengdar skynjun.

Tímavakar fást meðal annars í A4ABC Skólavörur og Krumma en þar er líka hægt að fá mikið af vörum tengdum skynjun.

Netverslunin Skynörvun, skynorvun.is er með allskyns vörur tengdar skynjun og skynörvun.

Verslunin Fotomax, Snorrabraut 54 b, 105, Reykjavík, fotomax.is selur ýmsar vörur tengdar skynjun og skynörvun 

Hjá ADHD samtökunum eru fáanlegir Calmer eyrnatappar, tímavakarfikt teningar, slökunarflækjur, spinners og útrásarteygjur (Bouncy bands). 

Hjá Sofðu rótt er að finna CURA þyngingarvörur; sængur í mismunandi þyngdum, teppi og svefngrímur.

Protac kúlusessur, sængur og fleira eru fáanlegt hjá Stuðlaberg en þær er oft hægt að fá lánaðar heim til prufu í nokkra daga.