Hvað er einhverfuróf?

Einhverfurófið útskýrt á einfaldan hátt með myndum, texti á ensku, spænsku, frönsku og þýsku: Understanding the spectrum By Rebecca Burgess

Einhverfa 

Einhverfa tengist óvenjulegum taugaþroska og birtist í skynjun á okkur sjálfum og veröldinni, samskiptum og tengslamyndun við fólk og umhverfi.

Einhverfa er yfirleitt meðfædd og til staðar alla ævi en kemur fram með ólíkum hætti allt eftir aldri okkar, þroska og færni. 

Vegna þess hvað einhverfan er margbreytileg er oft talað um einhverfuróf.