Stuðningshópar fyrir einhverf ungmenni og fullorðna á höfuðborgarsvæðinu

Hugsuðir - unglingahópur:

Í febrúar 2009 var farið af stað með unglingahóp á vegum Einhverfusamtakanna. Hópurinn er hugsaður fyrir ungmenni á einhverfurófi á aldrinum 12-20 ára. Markmiðið er að efla virkni þeirra, kynna þau fyrir öðrum unglingum í svipuðum sporum og bjóða upp á tækifæri til að gera það sem jafnaldrar þeirra eru að fást við í sínum frítíma.

Hópurinn hittist annan hvern þriðjudag milli kl. 17:30 og 19:30 í Félagsmiðstöðinni Tónabæ.  Áhersla er lögð á félagsleg samskipti í því formi að hafa gaman, taka þátt í tilboðum í samfélaginu ásamt ýmisskonar samveru. Sem dæmi hefur verið farið í keilu, út að borða, gönguferðir og tekist á við ýmsar þrautir úti og inni.  

Að öllu jöfnu eru umsjónarmenn hópsins fjórir og þeir hafa sérþekkingu á einhverfurófsröskunum.

Út úr skelinni - hópur fyrir fullorðna:

Fundir hjá hópnum Út úr skelinni eru fyrir fólk á einhverfurófinu, 18 ára og eldra og deilir það reynslu sinni og áhugamálum. Hópurinn hittist hálfsmánaðarlega yfir vetrarmánuðina og nýtur stuðnings frá einhverfuráðgjöfum.

Fundirnir eru haldnir annan hvern sunnudag kl. 15:15 - 17:15 á Háaleitisbraut 13, 4. hæð.

Öll þau sem eru á einhverfurófi og orðin 18 ára eru velkomnin. 

Konur á einhverfurófi:

Fundirnir eru fyrir konur sem staðsetja sig á einhverfurófinu, óháð greiningu. 

Hópurinn hittist hálfsmánaðarlega yfir vetrarmánuðina undir handleiðslu einhverfuráðgjafa.

Fundirnir eru haldnir annan hvern þriðjudag kl. 20:00 til 22:00, Háaleitisbraut 13, 2. hæð. 

Nánari upplýsingar um hópinn veita Laufey Gunnarsdóttir á netfanginu laufeyg@gmail.com og Sigrún Birgisdóttir á netfanginu sigrun@einhverfa.is.

 

Nánari upplýsingar um hópana veitir Sigrún Birgisdóttir í síma 897-2682 og á netfanginu einhverfa@einhverfa.is.