Hér eru slóðir á fræðsluefni sem hægt er að nota við að útskýra fyrir barninu hvað einhverfa er. Einnig getur hentað að biðja það fagfólk sem kom að greiningu barnsins um ráð, eða fá fagaðila til að útskýra einhverfuna.
Á vef Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins er ýmist efni sem hægt er að styðjast við þegar einhverfa er útskýrð fyrir börnum.
http://www.greining.is/is/fraedsla-og-namskeid/hagnytt-efni-1/hvernig-a-ad-segja-barni-sinu-fra-roskuninni
Myndband: Jóhanna Ýr Jónsdóttir
Lag: Ágúst Óskar Gústafsson
Teikningar: Sif Hjaltdal Pálsdóttir
Dæmi um bækur sem Einhverfusamtökin eru með til útláns:
Frík, nördar og aspergersheilkenni og I am special.
Enn fleiri myndbönd er svo að finna á síðunni
Myndbönd.
Til að fræða bekkjarfélaga
Best er að barnið/ungmennið, foreldrar og kennari ræði saman hvernig best væri að fræða bekkjarfélagana, hverju vill barnið koma á framfæri? Sum börn hafa sjálf tekið að sér að fræða bekkinn, sagt frá sjálfum sér og einhverfunni en sumir fá kennarann til þess. Flestir nota fræðslumyndbönd til að sýna, aðrir glærur og svo er hægt að nota rafræna útgáfu af persónulegu fræðslubókunum frá
egerunik.is ef hún er til.