Barnasáttmálinn - Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins

Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins eða Barnasáttmálinn, eins og hann er oft kallaður, var samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna þann 20. nóvember 1989. Hann var undirritaður fyrir Íslands hönd þann 26. janúar 1990, Alþingi heimilaði ríkisstjórninni að fullgilda hann með ályktun þann 13. maí 1992 og öðlaðist hann í framhaldinu gildi að því er Ísland varðar þann 27. nóvember 1992. Barnasáttmálinn var svo loks lögfestur þann 20. febrúar 2013.

Á vefnum barnasattmali.is er að finna Barnasáttmálann í heild sinni og einnig styttri útgáfu. Þar er einnig að finna ýmsan fróðleik, verkefni og leiki um sáttmálann.
Vefurinn er unninn í samstarfi við Námsgagnastofnun.

Á vef umboðsmanns barna er svo að finna Barnasáttmálann í myndum.