Fréttir

Skrifstofan lokuð vegna samnorræns fundar

Skrifstofa Einhverfusamtakanna verður lokuð vegna samnorræns fundar frá 21. september til 26. september. Hægt er að senda tölvupóst á netfangið einhverfa@einhverfa.is og við verðum í sambandi ef þörf er á.
Lesa fréttina Skrifstofan lokuð vegna samnorræns fundar

Einhverfusamtökin hafa fengið formlega skráningu sem félag til almannaheilla.

Einhverfusamtökin hafa nú fengið formlega skráningu sem félag til almannaheilla í samræmi við  nr. 110 25. júní 2021  um slík félög sem tókum gildi á síðasta ári. Skráning Einhverfusamtakanna á almannaheillafélagaskrá (hluti af fyrirtækjaskrá) og einnig á almannaheillaskrá Skattsins opnar fyrir að …
Lesa fréttina Einhverfusamtökin hafa fengið formlega skráningu sem félag til almannaheilla.
Steingerður Lóa Gunnarsdóttir og Auður Ákadóttir hönnuðir merkisins á nýju bolum Einhverfusamtakanna…

Hönnuðirnir og sagan á bak við nýju boli Einhverfusamtakanna

Svona lítur Einhverfa út - Nýju bolir Einhverfusamtakanna komu úr prentun rétt fyrir Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka. Hönnuðirnir eru Auður Ákadóttir og Steingerður Lóa Gunnarsdóttir. Bolirnir eru einstaklega fallegir og með sterk skilaboð út í samfélagið. Þeir eru seldir á skrifstofu Einhverfusamtakanna. Í lok apríl í fyrra komu upp umræður í Skynsegin facebookhópnum hvort það væri ekki sniðugt að búa til prófílmyndaramma sem sýndi fólki að einhverfa væri allskonar og að einhverfir væru stærri hluti af samfélaginu en marga grunar. Fólk á einhverfurófi lendir oft í því að heyra: Þú lítur ekki út fyrir að vera einhverf.
Lesa fréttina Hönnuðirnir og sagan á bak við nýju boli Einhverfusamtakanna

Foreldrahópur í Reykjavík og nágrenni 7. september

Foreldrar barna á einhverfurófi í leikskólum og grunnskólum/framhaldsskólum munu hittast miðvikudagskvöldið 7. september klukkan 20:00-22:00, að Háaleitisbraut 13, fundarherbergi á 2. hæð. Nánari upplýsingar veitir Sigrún í síma: 8972682 eða á netfanginu sigrun@einhverfa.is  Fundirnir eru öllum op…
Lesa fréttina Foreldrahópur í Reykjavík og nágrenni 7. september