Zach Zaborny

Einhverfusamtökin halda opinn fræðslufund 27. október klukkan 20:00 að Háaleitisbraut 13. 

Fyrirlesari er Zach Zaborny, einhverfur Bandaríkjamaður sem hefur haldið fyrirlestra bæði innan Bandaríkjanna og utan, um reynslu sína.  Mun hann fjalla sérstaklega um framhaldsskólagöngu. Heimasíða Zach er http://thezezconnection.com/ og er þar ýmsan fróðleik að finna. 

Fræðslufundurinn fer fram á ensku en hægt er að koma með spurningar á íslensku.

Viljum við hvetja einhverfa,aðstandendur unglinga og kennara framhaldsskóla sérstaklega til að mæta. 

Fundurinn er öllum opinn.