Völundarhús Sjálfræðis - ráðstefna Landssamtakanna Þroskahjálpar 26. október

Laugardaginn 26. október standa Landssamtökin Þroskahjálp fyrir ráðstefnunni Völundarhús sjálfræðis: Fíkni- og geðheilbrigðisvandi fólks með þroskahömlun og einhverfu á Grand Hotel, kl. 8.45-12.20.

Þrátt fyrir að margir þeirra sem glíma við fíkn og/eða geðrænan vanda séu með þroskahömlun og einhverfu er ljóst að viðeigandi meðferð, úrræði og þjónustu vantar. Á ráðstefnunni fjalla aðstandendur, fræðimenn og sérfræðingar um stöðu hópsins, og þann vandrataða stíg sem þarf að finna og feta til að tryggja öryggi fólks en jafnframt vald þess yfir eigin lífi.

Aðgangur á ráðstefnuna er ókeypis og hefst dagskrá á morgunverði. Skráning fer fram á heimasíðu Þroskahjálpar, en þar má nálgast allar upplýsingar.

Hér er viðburður á Facebook
Skráning fer fram hér