Viltu slást í hópinn og gerast félagsmaður í Einhverfusamtökunum?

Einhverfusamtökin eru samtök einhverfs fólks, aðstandendna og annara sem áhuga hafa á einhverfu og bættum hag einhverfs fólks. Við rekum stuðningshópa og frístundahópa, gefum út fræðsluefni og förum með fræðslu út í skóla og samfélagið. Félagsmenn eru nú um 960. Okkur langar að vaxa of dafna og ná upp fyrir 1000 manns. Viltu slást í hópinn?

Rekstur samtakanna er fjármagnaður með styrkjum og félagsgjöldum sem eru nú 4.500 krónur á ári. Upphæð félagsgjalda er ákveðin á aðalfundi.

Upphæðir styrkja til samtaka eru oft tengdar fjölda félagsmanna og er því mikilvægt að þeir sem áhuga hafa á starfinu gerist félagsmenn. Hægt er að skrá sig í samtökin á slóðinni https://www.einhverfa.is/is/um-okkur/skraning-i-felagid