Viðurkenningar Einhverfusamtakanna

Einhverfusamtökin veita árlega viðurkenningu fyrir vel unnin störf í þágu einhverfra.  Er þetta venjulega gert í tengslum við alþjóðlegan dag einhverfu, 2. apríl.  Í ár voru veittar þrjár viðurkenningar.

Þeir sem fengu viðurkenningarnar eru:

Alexander Birgir Björnsson, einhverfur strákur sem ákvað að standa fyrir tónleikum til styrktar Einhverfusamtökunum og Birtu. Með aðstoð fjölskyldu sinnar, vina og ættingja fyllti hann Grindarvíkurkirkju. Safnaðist á aðra milljón króna á þessum frábæru tónleikum.

Brynjar Karl Birgisson, einhverfur strákur sem er að láta draum sinn rætast með því að byggja eitt af stærstu legoskipum sem byggt hefur verið, eftirlíkingu af Titanic. Hefur hann með þessu verkefni sínu komið einhverfunni í fjölmiðla á jákvæðan hátt.

Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins sendi frá sér bókina Litróf Einhverfunnar en hún er samin af starfsmönnum stofnunarinnar. Í bókinni er fjallað greiningu, orsakir og ýmislegt annað tengt einhverfu. Einnig er fjallað um sögu einhverfu á Íslandi.