Vantar sjálfboðaliða vegna Reykjavíkurmaraþons

Hér fyrir neðan er bréf frá Íslandsbanka þar sem við erum beðin um að safna liði til að vera með hvatningarhóp á Kirkjusandi á meðan á Reykjavíkurmaraþoni stendur. Endilega lesið bréfið og látið mig vita ef þið sjáið ykkur fært að mæta. Umsjónarfélagið mun sjá ykkur fyrir bolum merktum félaginu. Gaman væri ef hægt væri að mynda hóp þarna því þetta er ein af stærri fjáröflunum félagsins. Í fyrra söfnuðust yfir 600.000 og í ár hafa hátt í 80 hlauparar skráð sig til hlaups til stuðnings Umsjónarfélagi einhverfra. Endilega látið mig vita ef þið getið mætt, sendið skilaboð á netfangið einhverf@vortex.is

Með kveðju, Sigrún Birgisdóttir, skrifstofu Umsjónarfélags einhverfra.

Kæru félagsmenn Umsjónarfélags einhverfra

Okkur hjá Íslandsbanka þætti vænt um að sjá félagsmenn koma saman undir fána ykkar við Íslandsbanka á Kirkjusandi kl. 09:00 næstkomandi laugardag. Í fyrra voru fyrstu þátttakendur að fara þar framhjá kl 09:19 og þeir síðustu um 11:40. Þarna framhjá fer bæði heilt og hálft maraþon.

Ykkar hlutverk yrði að hvetja hlauparana áfram á leið þeirra í Maraþoninu. Hlaupurum finnst ekkert eins skemmtilegt eins og að fá hvatningu á þeirra löngu leið og okkur finnst ekkert eins skemmtilegt eins og að sjá hóp frá þeim félögum sem bankinn styrkir í gegnum hlaupið hvetja styrkveitendur þeirra.

Umsjónarfélagið var að gera boli vitum við af og væri gaman að sjá einhverja af félagsmönnum i þeim.

Það væri okkur sönn ánægja ef þið gæfuð ykkur tíma til þess að koma til okkar á Kirkjusand og leggja okkur lið. Við hlökkum til þess að leggja ykkur lið og vonandi safnast sem mest til handa félögum.

Til að gera góða stemmingu enn betri, hafa góðgerðafélögin myndað sína eigin stemmingu með því að mæta með útilegustólana og borðin, heitt kaffi og fleira, þannig að vel fari um alla.

Með hlaupakveðju,f.h. undirbúningshóps Maraþons Íslandsbanka

Guðbjörg Eiríksdóttir, sími 844 4553