Út úr Skelinni - Hópur fullorðinna á einhverfurófi

Fyrsti fundur vetrarins í Út úr skelinni verður sunnudaginn 2. september, kl. 15:15 - 17:15 á Háaleitisbraut 13. á 4. hæð. Aðstoðarmennirnir verða á fundinum, þau Kristín Stella Lorange og Hilmir Örn Hilmisson.  Einnig munu nýir starfsmenn Skeljarinnar kynna sig. Fundirnir verða hálfsmánaðarlega í vetur. 

Hlutverk Skeljarinnar er annars vegar að vera vettvangur þar sem fólk getur rætt saman um reynslu sína og lært hvert af öðru og hins vegar að veita tækifæri til að hitta aðra og eiga samræður um áhugamál og fleira.

Nánari upplýsingar veitir Sigrún, sigrun@einhverfa.is s: 8972682