Út úr skelinni - Fræðslufundur 17. febrúar

Opinn fræðslufundur hjá Umsjónarfélagi einhverfra

FUNDAREFNI: „Út úr skelinni“

Kynning á lífseflingarhópi („empowerment“hópi) fólks, 18 ára og eldri á einhverfurófi sem starfræktur er á vegum Umsjónarfélags einhverfra. Hópur þessi var stofnaður fyrir 3 árum eftir sænskri fyrirmynd.Þátttakendur í hópnum munu segja frá reynslu sinni og svara spurningum.

Fundartími: Miðvikudaginn 17. febrúar, klukkan 20:00-22:00.

Fundarstaður: Háaleitisbraut 13, 4. hæð.

Fundurinn er öllum opinn.