Út úr skelinni

Tilkynning frá hópnum „Út úr skelinni“:
Síðasti fundur var haldinn í Heiðmörk sunnudaginn 13. júní. Um 16 manns hittust á Háaleitisbrautinni þar sem við skiptum okkur í bíla og ókum í Heiðmörk með viðkomu í Krónunni í Árbæ. Við grilluðum Hamborgara og borðuðum saman í góðum félagsskap. Dálítið kalt var í veðri en það kom ekki að sök því flestir voru vel búnir. Góð stemning var í hópnum.

Nú er sumarfrí og næsti fundur á Háaleitisbrautinni verður því 29. ágúst kl. 15:15

Sú hugmynd var rædd í hópnum að hafa hitting á Kofa Tómasar frænda á Laugaveginum í sumarfríinu. Þeir sem vilja vera með geta sent Freddy tölvupóst og spurt hana hvenær á að hittast. Netfangið er: dreamfinder9900@yahoo.com