Unglingaklúbbur Akureyri

Unglingaklúbburinn byrjar aftur á Akureyri

24.september byrjar á ný klúbbur fyrir ungmenni á einhverfurófinu í 8.bekk -
2.bekk í framhaldsskóla. Markmiðið með klúbbnum er að efla virkni þeirra,
kynna þau fyrir öðrum ungmennum í svipuðum sporum og bjóða upp á tækifæri
til að gera það sem jafnaldrar þeirra eru að fást við í sínum frítíma. Inn á
milli verður reynt að efla félagsfærni í gegnum skemmtileg og skapandi
verkefni. Ungmennin verða að geta tekið þátt í umræðum og sett sér
lítilsháttar markmið.

Klúbburinn hittist annan hvern þriðjudag kl 17:00-19:00 í Rósenborg.
Mismunandi er hvort dagskráin verði í Rósenborg eða það verði farið eitthvað
út í samfélagið. Þátttökugjald er 2000 krónur en fyrir utan það þarf stundum
að borga fyrir það sem verið er að gera t.d. keilu, kaffihús eða sund.

Umsjónamenn klúbbsins eru Birna Guðrún Baldursdóttir, iðjuþjálfi Glerárskól
og Sigríður Hreinsdóttir kennari, Glerárskóla. Gott er að skrá þátttöku
annað hvort með tölvupósi birnag@akmennt.is / 8603982, siggahr@akmennt.is
845 9871.

Eins er velkomið að hafa samband ef einhverjar spurningar vakna eða frekari
upplýsinga er óskað.