Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra tók í gær við áskorun þúsunda einstaklinga til stjórnvalda þess efnis að fella sálfræðiþjónustu nú þegar undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands. Átta félagasamtök, hrintu af stað undirskriftasöfnun um miðjan nóvember 2016 og var lokað fyrir söfnunina um miðjan janúar 2017.
Þá höfðu 11.355 einstaklingar ritað undir áskorun til stjórnvalda þess efnis að sálfræðiþjónusta verði veitt á sömu forsendum og önnur heilbrigðisþjónusta, hún verði nú þegar felld undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands.
Elín Hoe Hinriksdóttir, formaður ADHD og Þröstur Emilsson, framkvæmdastjóri ADHD afhentu Óttari Proppé heilbrigðisráðherra undirskriftirnar fyrir hönd hópsins.
Fellur að stefnu stjórnvalda
Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra tekur undir nauðsyn þess að bæta aðgengi að sálfræðiþjónustu. Um þetta sé fjallað í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þar sem m.a. sé lögð áhersla á að aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu verði aukið, m.a. með sálfræðiþjónustu á heilsugæslu og í framhaldsskólum, með auknum stuðningi við börn foreldra með geðvanda og með því að fella sálfræðiþjónustu undir tryggingakerfið í áföngum.
Þau samtök sem stóðu að undirskriftasöfnuninni voru: