Undirbúningsfundur fyrir hópastarf unglinga

Þriðjudagskvöldið 20. janúar klukkan 20:00 ætlum við að hittast á Háaleitisbraut 13, 4. hæð til að ræða stofnun unglingahóps. Þeir foreldrar sem telja að börn sín muni notfæra sér slíkt starf eru beðnir að mæta því við þurfum að fá hugmyndir frá ykkur um starfið. Einnig væri hugsanlegt að einhverjir unglinganna hafi skoðanir á málinu og gætu þeir þá komið með foreldrunum. Við erum að hugsa um aldurshópinn frá ca. 13 til 18 ára. Fulltrúi frá ÍTR mun mæta og einnig Laufey I. Gunnarsdóttir einhverfuráðgjafi og Jarþrúður Þórhallsdóttir foreldraráðgjafi.