Umsjónarfélag einhverfra veitir viðurkenningu fyrir vel unnin störf

Í tilefni að 2. apríl, Alþjóðlegum degi einhverfu hefur Umsjónarfélag einhverfra ákveðið að veita viðurkenningu fyrir vel unnin störf í þágu félagsins.  Að þessu sinni voru það þau Sigríður Björk Einarsdóttir og Sveinn Guðni Gunnarsson sem hlutu viðurkenninguna fyrir hönnun og uppsetningu nýrrar heimasíðu fyrir félagið. Þökkum við þeim kærlega fyrir þá miklu vinnu.