Tina Forsberg hleypur hringveginn til styrktar Einhverfusamtökunum

Hlaupakonan Tina Forsberg er á leið til landsins og ætlar að hlaupa hringveginn til styrktar Einhverfusamtökunum. Hún hleypur af stað frá Reykjavík 1. júlí og áætlar að verða um 6 vikur á ferðinni hringinn.

Hægt er að styrkja Einhverfusamtökin með því að senda SMS-ið "einhverfa'' í nr. 1900 og styrkja samtökin um 1900kr, eða leggja beint inn á reikning samtakanna, kt: 700179-0289, banki: 0334-26-2204.

Tina verður ein á ferð með allan sinn farangur í kerru. Þvílík afrekskona!  Hægt er að fylgjast með hlaupinu á bloggsíðu Tínu https://forsbergtina.wordpress.com/ og á instagram síðu hennar https://www.instagram.com/tiinaforsberg/