Styrkveiting til Umsjónarfélags einhverfra

Fyrsta úthlutun úr Líknarsjóði Ögnu og Halldórs Jónssonar fór fram 8. desember síðastliðinn en þá var félögum og verkefnum tengdum börnum veittir styrkir að upphæð 30 milljónir króna. Í þessari úthlutun fékk Umsjónarfélag einhverfra styrk að upphæð 4 milljónir króna. Þökkum við kærlega fyrir þennan rausnarlega styrk.

Halldór Jónsson fæddist 16. janúar 1916 á Kirkjubæ í Hróarstungu og lést þann 23. febrúar 1977. Agna Guðrún var fædd í Danmörku þann 29. nóvember 1915 og lést þann 24. ágúst 2009. Agna og Halldór stofnuðu fyrirtækið Halldór Jónsson ehf þann 1. febrúar 1955 og fagnar fyrirtækið því 55 ára afmæli á þessu ári.
Agna stofnaði Líknarsjóð Ögnu og Halldórs Jónssonar árið 1982 og átti hann að taka til starfa að henni látinni. Hún ánafnaði sjóðnum allar eigur þeirra hjóna og er hlutverk hans að styrkja hvers konar líknarmál á Íslandi. Stjórn sjóðsins skipa Helgi Jóhannesson, Ingibjörg Magnúsdóttir og Kristján S. Sigmundsson.