Styrkur frá Vatnsendaskóla

Undanfarin tvö ár hafa nemendur og starfsfólk í Vatnsendaskóla gefið andvirði pakka (sem annars hefði verið notað í pakkaskiptum) til góðgerðarmála. Ákveðið var að ágóði söfnunarinnar í ár, kr. 67.000, rynni til unglingahóps Umsjónarfélags einhverfra. Viljum við þakka nemendum og kennurum Vatnsendaskóla innilega fyrir styrkinn sem mun efla starfið hjá unglingunum okkar.