Styrkur frá Reykjavíkurborg.

Reykjavíkurborg hefur ákveðið að veita Einhverfusamtökunum styrk að upphæð kr. 1.000.000,- til fræðslumála. Þökkum við kærlega fyrir stuðninginn. Einhverfusamtökin veita fræðslu til skóla, stofnana, og vinnustaða gegn gjaldi en í þakklætisskyni fyrir styrkinn munu skólar og stofnanir Reykjavíkurborgar geta nýtt sér fræðsluna endurgjaldslaust út árið.  Boðið er upp á að koma með fræðslu á staðinn en einnig er hægt að notast við Zoom, Teams eða önnur fundaforrit. Hægt er að panta fræðslu með því að senda póst á gudlaug@einhverfa.is

Sjá nánari upplýsingar um fræðsluna hér á hlekknum.