Styrktarsamningur við Flügger verslanirnar.

Einhverfusamtökin hafa gert styrktarsamning við Flügger verslanirnar. Með samningnum geta félagsmenn fengið 20% staðgreiðsluafslátt í öllum málningarvöruverslunum Flügger af venjulegu verði á málningu, veggfóðri og verkfærum Flügger. Einhversusamtökin munu svo árlega fá styrk sem nemur 5% af öllum kaupum sem gerð hafa verið í nafni Einhverfusamtakanna. Til að nýta sér afsláttinn þarf að nefna Einhverfusamtökin eða gefa upp viðskiptanúmer samtakanna sem er 662799.