Styrkir til Einhverfusamtakanna veita skattfrádrátt samkvæmt lögum um almannaheillaféllög

Einhverfusamtökin hafa fengið skráningu sem félag til almannaheilla og eru komin á almannaheilaskrá Ríkisskattstjóra. Veitir þessi skráning  skattfrádrátt fyrir einstaklinga og fyrirtæki af styrkjum til samtakanna. Höfum við sett upp hlekki á heimasíðu samtakanna þar sem fólk getur skráð sig fyrir ákveðinni upphæð eða föstum mánaðarlegum greiðslum til að styrkja samtökin. 

Fastar mánaðarlegar greiðslur

Eingreiðsla 

Rekstur Einhverfusamtakanna er að stærstum hluta fjármagnaður með styrkjum og þökkum við kærlega fyrir öll framlög.