Starfsbraut - hvað svo?

Landssamtökin Þroskahjálp boða til fundar 29. ágúst nk. kl. 19.30 í húsnæði samtakanna að Háleitisbraut 13, 4. hæð. Á fundinum verður farið yfir stöðuna í málefnum ungmenna sem útskrifast hafa af starfsbrautum framhaldskólanna, rætt hvað brýnast er að bæta og reynt að koma fram með tillögur að lausnum. 


Ungmenni á starfsbrautum framhaldsskólanna og þau sem hafa útskrifast af starfsbrautum á undanförnum árum og aðstandendur þeirra eru hvattir til að mæta á fundinn. Niðurstöður fundarins verða nýttar í áframhaldandi vinnu að málefninu þar sem er m.a. stefnt að því að boða til opins fundar með stjórnmálamönnum og embættismönnum hjá ríki og sveitarfélögum.


Ingrid Kuhlman, ráðgjafi, mun stýra fundinum og halda utanum úrvinnslu og aðgerðir í framhaldi af fundinum.