Staða fatlaðra og langveikra barna með tvö heimili - opinn fundur 17. október klukkan 17-19

Landssamtökin Þroskahjálp, Umhyggja – félag langveikra barna og Einhverfusamtökin boða til fundar um stöðu og réttindi fatlaðra og langveikra barna með tvö heimili.
Aðstandendur fatlaðra og langveikra barna með tvö heimili eru hvattir til að mæta, en markmið fundarins er að heyra í þeim varðandi aðgengi að stuðningsþjónustu, hjálpartækjum og upplýsingum frá skólum, félagsþjónustu og öðrum þjónustuveitendum.

Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 17. október klukkan 17-19.

Fundarstaður: Fundarsalur á fjórðu hæð á Háaleitisabraut 13, 108 Reykjavík.