Specialisterne á Íslandi - Opið hús 29. nóvember

Þriðjudaginn 29. nóvember verður opið hús hjá Specialisterne á Íslandi að Síðumúla 32.

Specialisterne hafa verið með 10 - 14 einstaklinga með greiningu á einhverfurófi, í mats- og þjálfunarferli frá ágúst byrjun. Nokkrir einstaklingar sækja starfsþjálfun til fyrirtækja á höfðuborgarsvæðinu og einn hefur þegar fengið vinnu og er því "útskrifaður" frá Specialisterne.

Það væri okkur mikil ánægja að sjá sem flesta hjá okkur þetta kvöld er húsið er opið frá kl. 19:30-21:30.


Bestu kveðjur,

Bjarni Torfi Álfþórsson

framkvæmdastjóri Specialisterne á Íslandi