Specialisterne á Íslandi

Einhverfusamtökin halda opinn fræðslufund um starfsemi Specialisterne fimmtudaginn 13. febrúar.

Sagt verður frá starfsemi Specialisterne hér á landi, en nú eru rétt um þrjú ár síðan Specialisterne hófu starfsemi sína hér.

Farið verður yfir hvernig starfsemin hefur þróast hér á landi og hvaða sigrar hafa unnist í starfinu.

Fyrirlesarar: Bjarni Torfi Álfþórsson, framkvæmdastjóri Specialisterne á Íslandi og Eygló Ingólfsdóttir, verkefnastjóri og einhverfuráðgjafi hjá Specialisterne.

Fundartími: Fimmtudaginn 13. febrúar klukkan 20-22.

Fundarstaður: Háaleitisbraut 13, salur á 4. hæð.

                                     Fundurinn er öllum opinn.