Samfélagsstyrkir Landsbankans

25. nóvember 2011 - Fréttir og tilkynningar

Landsbankinn veitir 15 milljónir í samfélagsstyrki
Landsbankinn veitti í dag 15 milljónir króna í samfélagsstyrki í fyrsta sinn úr nýjum Samfélagssjóði bankans. Veittir voru þrjátíu og fimm styrkir, fimm styrkir að upphæð 1 milljón króna hver, tíu styrkir að fjárhæð 500 þúsund krónur og tuttugu styrkir að fjárhæð 250 þúsund krónur. Ríflega 500 umsóknir bárust um styrki úr Samfélagssjóði Landsbankans. Umsjónarfélag einhverfra hlaut 1 milljón króna í styrk vegna sumarnámskeiða félagsins.

Samfélagsstyrkjunum er ætlað að styðja við samfélagsmál af ýmsum toga, t.d. verkefni mannúðarsamtaka og líknarfélaga, verkefni á sviði menntamála, rannsókna og vísinda, verkefni á sviði menningar og lista, forvarnar- og æskulýðsstarf og sértæka útgáfustarfsemi. Fyrirhugað er að úthluta samfélagsstyrkjum árlega.