RPM fimmtudagskvöldið 8. október

Fimmtudagskvöldið 8.október klukkan 20:00-22:00 mun þekkingarhópur um RPM (Rapid Prompting Method) koma saman að Háaleitisbraut 13, 4. hæð. Ásta Birna mun segja frá ferð sinni til Austin, TX í sumar þar sem hún sótti þjálfara námskeið í RPM aðferðinni. Hún mun einnig segja frá því hvernig gekk með einhverfan son hennar sem var með í för og sótti kennslu hjá Somu Mukhopadhyay sem er höfundur að þessari kennlsuaðferð. Allir velkomnir.