Reykjavíkurmaraþon - skráning hafin.

Einhverfusamtökin eru meðal þeirra félagasamtaka sem safna styrkjum í Reykjavíkurmaraþoni og er þetta í raun eina formlega fjáröflun samtakanna. Viljum við hvetja hlaupara til að skrá sig til styrktar samtakanna. Fram til 1. mars er skráningargjaldið lægst en hækkar svo þegar nær dregur. Notið því tækifærið og skráið ykkur sem fyrst. Hér er slóð á styrktarsíðu Einhverfusamtakanna á vefnum Hlaupastyrkur, https://www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/charity/670/einhverfusamtokin