Reykjavíkurmaraþon - skráning hafin.

Skráning í Reykjavíkurmaraþon er hafin. Fram til 1. mars er 30 % afsláttur af forskráningarverði í tilefni af meistaramánuði. Viljum við því hvetja fólk til að skrá sig strax ef það ætlar á annað borð að taka þátt. Í skráningarferlinu er hægt að velja um að styrkja góðgerðarfélag. Styrkjasöfnun Reykjavíkurmaraþons er mjög mikilvæg fyrir Einhverfusamtökin og í raun okkar stærsta árlega fjáröflun. Þökkum við kærlega fyrir þann stuðning sem okkur hefur verið sýndur með þátttöku í Reykjavíkurmaraþoni.  Skráning hér