REYKJAVÍKURMARAÞON íSLANDSBANKA

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2015 fer fram þann 22. ágúst og verður þetta í þrítugasta og annað sinn sem hlaupið er haldið. Einhverfusamtökin eru meðal fjölmargra félagsamtaka sem þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni geta hlaupið fyrir og um leið vakið athygli á málstaðnum. Áheitasöfnun fer fram á vefnum http://www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/felag/700179-0289
 
Það er einfalt fyrir hlaupara að stofna aðgang á hlaupastyrkur.is og safna áheitum. Byrja þarf á því að skrá sig í hlaupið á marathon.is. Í skráningarferlinu er hægt að velja eitt af skráðum góðgerðafélögum en Einhverfusamtökin eru eitt þeirra, og stofnast þá viðkomandi sjálfkrafa á hlaupastyrkur.is að skráningu lokinni. Einnig geta skráðir hlauparar farið inn á hlaupastyrkur.is og stofnað aðgang í örfáum einföldum skrefum.
 
Hægt er að deila söfnunarsíðu hlaupara á samfélagsmiðlum og hvetja þannig vini og vandamenn til að heita á sig. Hver sem er getur farið inná hlaupastyrkur.is og heitið á skráða hlaupara.
 
Hægt er að greiða áheit með kreditkorti, millifærslu eða með því að senda sms skilaboð.
 
Um leið og við hvetjum sem flesta til að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka minnum við á áheitasöfnun því samfara.