Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka

Til félagsmanna og annara stuðningsaðila Einhverfusamtakanna.
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka verður haldið 23. ágúst.  Nú þegar hafa 68 hlauparar skráð sig til styrktar Einhverfusamtökunum og þökkum við þeim kærlega stuðninginn.
Á síðunni http://hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/felag/700179-0289  eru þeir skráðir sem hlaupa fyrir Einhverfusamtökin. Þar getur almenningur farið inn, skoðað hlaupara og heitið á þá með kreditkorti eða með því að senda sms skeyti. 
 
Þeir sem hlaupa til styrktar Einhverfusamtökunum geta komið á skrifstofu samtakanna og fengið gefins boli merkta samtökunum.  Eru bolirnir úr góðu dry-fit efni. Þeir sem hafa áhuga á að eignast bol en taka ekki þátt í hlaupinu geta keypt þá á kostnaðarverði kr. 3.000,-.  Skrifstofa samtakanna er á Háaleitisbraut 13, 2. hæð og er hún opin miðvikudaga og föstudaga. Aðra virka daga geta starfsmenn Sjónarhóls afhent bolina, Sjónarhóll er á sama stað.  Einnig er hægt að fá bolina senda heim, sendið þá póst á einhverfa@einhverfa.is