Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka verður haldið 24. ágúst.  Er þetta hlaup mikilvæg fjáröflunarleið fyrir Einhverfusamtökin því allir þeir sem taka þátt í hlaupinu geta skráð sig til hlaups til styrktar ákveðnu málefni og erum við svo heppin að undanfarin ár hafa margir hlaupið til styrktar einhverfum.

Á síðunni http://hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/felag/700179-0289  eru þeir skráðir sem hlaupa fyrir Einhverfusamtökin. Þar getur almenningur farið inn, skoðað hlaupara og heitið á þá með kreditkorti eða með því að senda sms skeyti. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.  Endilega komið þessum upplýsingum áfram til vina og ættingja. Þið sem ætlið að taka þátt í hlaupinu, munið að skrá ykkur þarna inn ef þið hafið áhuga á að styrkja félagið.