Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka

Nú styttist í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka. Hlauparar geta sótt boli á skrifstofu Einhverfusamtakanna að Háaleitisbraut 13, 2.hæð, í dag, miðvikudag klukkan 9-16, á fimmtudag klukkan 14-20 og á föstudag klukkan 8-20. Ef fólk kemst ekki á þeim tíma þá um að gera að hafa samband og við finnum lausn. Bolirnir eru úr Dri-Fit efni og gefum við þá hlaupurum og hvatningarliði. 

Við stefnum á að vera með hvatningarstöð við Norræna húsið, á horni Sturlugötu og Sæmunargötu á meðan að hlauparar fara framhjá eða frá 8:30 til 10:30. Þeir sem hafa áhuga á að vera með okkur þar fá boli merkta samtökunum. Sendið okkur póst á einhverfa@einhverfa.is ef þið hafið áhuga á að taka þátt eða merkið við í viðburðinum á facebook síðu samtakanna, https://www.facebook.com/events/1469692504044301?acontext=%7B%22event_action_history%22%3A[%7B%22mechanism%22%3A%22attachment%22%2C%22surface%22%3A%22newsfeed%22%7D]%2C%22ref_notif_type%22%3Anull%7D.