Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram laugardaginn 21. ágúst næstkomandi. Í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2010 er hægt að hlaupa til góðs og geta hlauparar tengt sig ákveðnu líknarfélagi og óskað eftir að heitið sé á þá. Hægt er að tengja sig góðgerðarfélögunum um leið og skráning fer fram eða á "mínum síðum" á síðu hlaupsins http://www.reykjavikurmarathon.is/reykjavikurmaraton . Ekki er mögulegt að skipta um góðgerðarfélag eftir að söfnun er hafin. Viljum við hvetja þá félagsmenn og velunnara sem ætla að hlaupa í ár að styðja Umsjónarfélag einhverfra. Skráningargjöld í hlaupið hækka 1. júlí og er því gott að vera tímanlega með skráninguna.

Með kveðju, Sigrún Birgisdóttir, skrifstofu Umsjónarfélags einhverfra.