Reykjavíkurmaraþon 20. ágúst 2011

Nú fer að styttast í Reykjavíkurmaraþonið, en það verður haldið 20. ágúst.

Allir þeir sem taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka geta skráð sig til hlaups til styrktar ákveðnu málefni.

Á síðunni http://hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/felag/700179-0289 eru þeir skráðir sem hlaupa fyrir Umsjónarfélag einhverfra. Þar getur almenningur farið inn, skoðað hlaupara og heitið á þá með kreditkorti eða með því að senda sms skeyti. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða. Hægt er að heita á hlaupara fram að miðnætti mánudaginn 22. ágúst en hlaupið fer fram laugardaginn 20. ágúst.

Endilega komið þessum upplýsingum áfram til vina og ættingja. Nú þegar hafa 18 manns skráð sig á síðuna til styrktar Umsjónarfélagi einhverfra og vonum við að þeim fjölgi. Þið sem ætlið að taka þátt í hlaupinu, munið að skrá ykkur þarna inn ef þið hafið áhuga á að styrkja félagið.

Hér eru svo slóðir á hjón sem ætla að hlaupa hálfmaraþon til styrktar félaginu :

http://hlaupastyrkur.is/hlaupid/keppandi?cid=2067

http://hlaupastyrkur.is/hlaupid/keppandi?cid=2069

Með kveðju, Sigrún Birgisdóttir, skrifstofu Umsjónarfélags einhverfra.