Reykjavíkurmaraþon 20. ágúst

Nú styttist í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka sem fer fram 20. ágúst.  
Einhverfusamtökin eru meðal fjölmargra félagasamtaka sem þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni geta hlaupið fyrir og um leið vakið athygli á málstaðnum. Áheitasöfnun fer fram á vefnum https://www.rmi.is/hlaupastyrkur/godgerdamal/396-einhverfusamtokin
 
Um leið og við hvetjum sem flesta til að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu, minnum við á áheitasöfnun því samfara. 19. ágúst verðum við með boli með merki samtakanna á skrifstofu Einhverfusamtakanna sem hlauparar geta fengið gefins. Þessir bolir eru úr Dri-Fit efni og góðir í hlaup og ræktina.
 
Þessi söfnun áheita er stærsta fjáröflun Einhverfusamtakanna og því mikilvæg fyrir starfsemina.
Það er einfalt fyrir hlaupara að stofna aðgang á hlaupastyrkur.is og safna áheitum . Byrja þarf á því að skrá sig í hlaupið á marathon.is. Í skráningarferlinu er hægt að velja eitt af skráðum góðgerðafélögum en Einhverfusamtökin eru eitt þeirra, og stofnast þá viðkomandi sjálfkrafa á hlaupastyrkur.is að skráningu lokinni, en muna þarf eftir að setja mynd inn á síðuna hjá hlaupastyrk svo nafnið manns komi fram þar. Einnig geta skráðir hlauparar farið inn á hlaupastyrkur.is og stofnað aðgang í örfáum einföldum skrefum.