Rat Manicure

Rat Manicure 
Á Menningarnótt laugardaginn 24. ágúst kl. 11.00 opnar í Víkinni óvenjuleg sýning, Rat Manicure, sem byggir á tónlist eftir unga konu á einhverfurófi. Hún gengur undir listamannsnafninu Sockface en heitir Bjarney Anna Jóhannesdóttir og er fædd 1. desember 1992 á Akureyri. Hún gaf nýverið út sína fyrstu plötu þar sem hún syngur og spilar sín eigin lög en hún hefur samið sögur, lög og texta, teiknað og málað frá unga aldri. Utan um lögin á plötunni eru byggð mismunandi rými sem öll eru hugarsmíð Bjarneyjar þar sem áhorfandinn fær að njóta tónlistarinnar í einrúmi og verða fyrir sjónrænni upplifun í leiðinni. Sýningin er hugsuð sem nokkurs konar umgjörð í kringum plötuna, í stað úgáfutónleika, en í ljósi þess að Bjarney spilar bæði á öll hljóðfærin og syngur, yrðu útgáfutónleikar flóknir í framkvæmd.
 
Opnunartímar Menningarnæturhelgina
 
Víkin Sjóminjasafn, Grandagarði 8, 101 Rvk
Menningarnótt 24. ágúst kl. 11.00-23.00
Sunnudagur 25. ágúst kl. 10.00 – 17.00 
 
Gallerí Tukt í Hinu Húsinu, Pósthússtræti 3-5, 101 Rvk
Menningarnótt 24. ágúst kl. 14.00 - 17.00 
Sunnudagur 25. ágúst kl. 14.00 - 17.00